Pólitískar skoðanir Íslendinga

Sælir netverjar.

Ég hef þá bjargföstu skoðun að flestir Íslendingar séu kratar. Spjallið við ættingja ykkar í boðum um pólitík og ég er sannfærður um að þið komist að sömu niðurstöðu. Þá er hægt að velta því fyrir sér af hverju ekki er til risastór krataflokkur í landinu. Já , þessarar spurningar hefur oft verið spurt. Mín skoðun er sú að flestir eða allir flokkar í landinu séu krataflokkar af einni eða annarri gerð. Af hverju er ég þá í sjálfstæðisflokknum en ekki í einhverjum öðrum flokki ?  Mín ákvörðun byggðist fyrst og fremst á því að þarna var fólk sem var hvað líkast mér í hugsun og væntingum til lífsins. En við erum flest kratar inn við beinið. Við viljum nýta kraft kapítalismans til að búa til stóra köku, en skipta henni þannig að þeir sem eru þurfandi fái að njóta þess. Frá þessu eru undantekningar. Stundum ná þær yfirhöndinni í ákveðum flokkum svo sem í mínum flokki, Sjálfstæðisflokknum. Þá er ég spurður af hverju ég ekki styðji aðra flokka. Ég á bara eitt svar. Hvar á maður að stunda trúboðið ef  ekki meðal heiðingjanna?

Ég er ánægður með núverandi stjórnarmynstur. Þetta er efnileg kratastjórn sem vonandi verður  langlíf og skili miklu fyrir íslenskt þjóðarbú. Ég vona bara að öfgastefnur til hægri og vinstri eyðileggi ekki þessa stjórn. Það er á ábyrgð okkar krata í öllum flokkum að svo gerist ekki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Halldór Pétursson lætur móðann mása...

Nánari fróðleikur...

Halldór Pétursson
Höfundur er ríkjandi heimsmeistari í Hornafjarðarmanna.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband