Gæði íslensks háskólanáms

Sælir netverjar.

Menntamál eru mér kær. Sjálfur hef ég farið "alla leið" í námi og foreldrar mínir voru báðir kennarar.  Nám og menntun er því mér alltaf ofarlega í huga.

Þorgerður Katrín menntamálaráðherra skrifaði áhugaverða grein í Moggann um helgina. Hann fjallar um að setja upp gæðaeftirlit með íslensku háskólanámi og óháða úttekt erlendra fagmanna á stöðu íslenskrar háskólamenntunar. Þetta er þarft og tímabært framtak.

Ég er mikill stuðningsmaður þess að búin séu til menntastörf úti á landi og háskólar og háskólasetur eru ein af fáum leiðum sem farnar hafa verið sem hafa virkað til að búa til þessi störf. Það að búa til þessi störf er það sem skiptir landsbyggðina mestu máli til að fólk geti sest að úti á landi eftir nám. Þið þekkið öll frasann "ég menntaði mig úr bænum ......" sem er því miður alltof sannur.

Háskólastofnanir á Íslandi þurfa að uppfylla alþjóðlegar kröfur sem gerðar eru til háskólanáms. Nemendum er enginn greiði gerður með því að búa til lélegt nám með lélegri kennslu og kalla það svo einhverju fínu nafni sem er umfram það sem námið stendur undir. Ég er hræddur um að þessi dæmi finnist í íslensku háskólaumhverfi. Því held ég að sú úttekt sem menntamálaráðherra boðar muni skila, í mörgum tilfellum, býsna óþægilegum niðurstöðum. Ég hvet hins vegar menn til að láta ekki deigan síga þó að þeir fái harða en raunsæja dóma. Þeir eru einungis til að læra af og segja hvað þarf að gera til að nám uppfylli alþjóðlegar kröfur. Gerið þessar kröfur að ykkar og lærið af gagnrýninni. Það er enginn ástæða til þess að við getum ekki gert jafnvel eða betur en erlendir háskólar. Þessi orð koma frá manni sem kynnst hefur mörgum háskólum erlendis og þar á meðal mörgum þeirra bestu. Ég veit að við Íslendingar getum þetta auðveldlega.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Halldór Pétursson lætur móðann mása...

Nánari fróðleikur...

Halldór Pétursson
Höfundur er ríkjandi heimsmeistari í Hornafjarðarmanna.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband