11.9.2007 | 20:33
Netþjónabú
Sælir netverjar.
Ég fór á ráðstefnu um netþjónabú í síðustu viku. Ekki sú fyrsta og örugglega ekki sú síðasta enda hluti af því sem ég starfa við. Ég tók eftir því að umræðan er loks farinn að þroskast aðeins. Við erum hætt að nota svona ráðstefnur til að segja hvort öðru hvað netþjónabú séu og hvað Ísland er frábært land fyrir svona starfsemi.
Núna loksins eru menn farnir að skoða möguleika Íslands á gagnrýnan hátt og átta sig á raunverulegu virði Íslands fyrir staðsetningu netþjónabúa. Einnig er umræðan farinn að fjalla um mögulega gerð netþjónabúa sem unnt er að setja upp hér og markaðssetja erlendis. Tækifærin eru mörg en nauðsynlegt er að átta sig á hvað er raunhæft að gera og hvað ekki. Nú trúi ég því að loks fari að komast hreyfing á þessi mál. Það eru spennandi tímar framundan.
Enn er verið að fjalla um rafmagn og mögulega rafmagnsnotkun búanna. Getur hún skipt tugum megavatta með notkunarmynstri stóriðju. Þetta eru því áhugverðir viðskiptavinir fyrir orkufyrirtækin í framtíðinni. Svo fór ég að hugsa. Umræðan í dag er þannig að ekkert má orðið virkja. Hvert einasta vatnsfall eða jarðhitasvæði virðist eiga að friða. Skyldi það breyta einverju í umræðunni ef virkja á fyrir netþjónabú frekar en stóriðju ? Verður náttúran eitthvað minna virði? Þetta er eiginlega efni í sér pistil...
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:36 | Facebook
Um bloggið
Halldór Pétursson lætur móðann mása...
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.