Skíðasnjór og snjóframleiðsla

Sælir netverjar.

Á þessum árstíma fer maður að horfa til fjalla og velta fyrir sér hvenær skíðasnjórinn muni koma. Fyrir okkur höfuðborgarbúana var síðasti vetur sorglegur. Oft var frábært veður en skíðasnjóinn vantaði. Oft var því horft löngunaraugum til fjalla í frábæru vetrarveðri, en því miður vantaði hvíta litinn á fjöllin. Síðasta vor var oft rætt um snjóframleiðslu og eftir frumkvæði Orkuveitunnar trúði ég því að menn ætluðu að drífa í því að koma framleiðslu í gang sem fyrst.

Nú er nýr vetur að ganga í garð. Hvergi sé ég minnst á snjóframleiðslu í Bláfjöllum eða Skálafelli. Var eitthvað gert til að koma þessu á koppinn ? Ég hef yfirheyrt vini og kunningja og allir koma af fjöllum. Enginn veit neitt.  Vitið þið eitthvað?

Ég vil gjarnan sjá Reykvíkinga taka sig saman í andlitinu og hafa metnað til að hafa fleiri en 15 skíðadaga á ári í Bláfjöllum og engan í Skálafelli. Ég bið ekki um 150 daga eins og Akureyringar hafa, bara eitthvað í áttina. Ég veit að ég tala fyrir munn margra. Svo ÍTR, hvar er snjóframleiðslukerfið sem lofað var í Bláfjöllin eða í Skálafellið? Okkur langar að sjá efndir !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Halldór Pétursson lætur móðann mása...

Nánari fróðleikur...

Halldór Pétursson
Höfundur er ríkjandi heimsmeistari í Hornafjarðarmanna.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband