7.10.2007 | 21:21
Opinber einkafyrirtæki
Sælir netverjar!
Það koma tímabil í lífi okkar allra þegar einkalífið og vinnan éta allan tíma sólarhringsins og enginn tími gefst fyrir gáfulegar hugrenningar um málefni þjóðarinnar. Höfundur er einmitt að klára eitt slíkt tímabil. Fátt er eins þroskandi fyrir sálina en slík tímabil ef maður einungis opnar hugann og reynir að læra af því sem fyrir mann hefur komið.
En að málefni dagsins. Orkuveita Reykjavíkur og brölt hennar. Ég hef lengi verið á þeirri skoðun að OR þurfi að fara í gengum nafnaskoðun og ákveða hvert hlutverk hennar er til framtíðar. Þetta er greinilega að klikka í dag og sem betur fer eru viðvörunarljós að kvikna alls staðar. Þessi uppákoma á eftir að verða OR til góðs. Núna munu menn loks fara í alvöru umræður um hlutverk fyrirtækisins.
Svo horfði ég á "drottningarviðtal" við Bjarna Ármannsson. Þar var farið um hann silkihönskum og hann mærður á alla kanta. Ekkert var tekið á hlut hans í klúðrinu í REI þó að REI væri sagt tilefni viðtalsins. Eva María, hvern fjárann ertu að hugsa að gera þetta ? Þetta skaðar ykkur Bjarna bæði.
Og Bjarni, þú ert maður sem ég hef borið mikla virðingu fyrir gegnum tíðina. Af hverju leiðréttir þú ekki þinn hlut í græðgisvæðingunni í kringum REI? Ég veit að þú munt, er fram líða stundir, fá þitt og átt það þá örugglega skilið. Í dag áttu það ekki. Ef þú dregur þín kaup ekki til baka er það eina rétta að láta þig fara sem stjórnarformann. Þú ert þá að setja eigin hagsmuni ofar en fyrirtækisins og ert þar með óhæfur. Þú ert alltof klár til að falla í þá gryfju. Vertu maður að meiri og leiðréttu þetta.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:25 | Facebook
Um bloggið
Halldór Pétursson lætur móðann mása...
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.