23.8.2007 | 13:17
Um vatnalögin umdeildu og "Bláa gullið"
Ég er áhugamaður um að auðlindir þjóðarinnar haldist í þjóðareign. Ég vil ekki sjá þeim úthlutað með misvitrum aðferðum til einkaaðila sem síðan mjólka þær að eigin vild án þess að taka tillit til hagsmuna þjóðarinnar. Kvótakerfið er jú vonda dæmið sem allir þekkja og hvaða áhrif það hefur haft á byggðina í landinu.
En það er annað svona dæmi í gangi. Vatnið , "Bláa gullið", þessi framtíðarauðlind þjóðarinnar, er að ganga almenningi úr greipum. Þetta er verið að gera með vatnalögunum umdeildu sem fljótlega eiga að taka gildi. Þetta reyndi stjórnarandstaðan að stoppa en náði aðeins fram frestun fram á haustþing. Og já, Samfylkingin var á móti þessum lögum......
Í ljósi þessa má nefna að tvær merkilegar fréttir hafa birst í Morgunblaðinu. Um síðustu mánaðarmót birtist frétt um Bláa gullið" og verðmæti þess fyrir þjóðina. Og nokkru áður var á forsíðu Morgunblaðsins frétt um Vatnalögin og reynt að veikum mætti að rökstyðja þau enn eina ferðina.
Það sem þetta segir okkur að auðmenn þjóðarinnar hafa fyrir löngu áttað sig á þessu tækifæri og eru nú að tryggja sér yfirráðin yfir auðlindinni. Vatnalögin þjóna einungis þessum tilgangi. Og hver er svo röksemdin að baki vatnalögunum? Jú, einungis er verið staðfesta hæstaréttardóma sem fallið hafa vegna eldri vatnalaga. Sumsé túlkun hæstaréttar á 80 ára gömlum lögum sem voru barn síns tíma á að vera stefna þjóðarinnar í eignarhaldi á vatni. Til hvers erum við eiginlega að kjósa menn á þing? Eiga þeir ekki að móta sér sjálfir skoðanir og framfylgja þeim? Er hæstiréttur allt í einu orðin stefnumarkandi fyrir þjóðina í auðlindamálum? Ég er ekki sáttur. Mér finnst hér stolið frá almenningi því sem varið er í stjórnarskrá með ákvæðinu um að auðlindir séu sameign þjóðarinnar. Vatnsdropinn er þarna óumdeilanlega talin með að áliti allra. Og er þetta ekki ein ástæða þess að auðmenn eru að kaupa upp jarðir um allt land? Eru þeir ekki að undirbúa að feta í fótspor Jóns Ólafssonar í vatnsútflutningi?
Ég hvet nú Steingrím og félaga til að taka aftur upp vatnalögin og vernda hagsmuni almennings. Ekkert stendur um þau í stjórnarsáttmála svo Samfylkingin ætti að geta stutt VG og aðra í að fá þá felld úr gildi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Halldór Pétursson lætur móðann mása...
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.