24.8.2007 | 07:55
Aftur um vatnalögin og "Bláa gullið"
Sælir netverjar.
Stundum hefur maður á tilfinningunni að orð manns verði að áhrínsorðum samanber pistilinn minn í gær. Í fréttum í gær lýsti Katrin Júlíusdóttir þingkona að Samfylkingin ætlaði sér að taka upp vatnalögin á þessu þingi og fara yfir málið frá grunni. Mæltu kvenna heilust ! Steingrímur formaður VG sat þarna á móti henni í umræðum um vatnsréttindi og úthlutun þeirra til Landsvirkjunar, gat ekki annað en tekið undir orð hennar um vatnalögin og hefur örugglega glaðst við. Einhvern veginn hef ég það á tilfinningunni að flokksbræður mínir í Sjálfstæðisflokknum séu ekki alveg jafn kátir. ÞEir vörðu þessi lög með kjafti og klóm á síðasta þingi. Nema þeir hafi séð að sér í sumar. Vonum að svo sé. Batnandi mönnum er best að lifa og ég þekki fullt af skynsömu fólki í flokknum með hjartað á réttum stað.
Vonandi bera menn gæfu til að lesa stjórnarskránna og sammælast um það að vatnið sjálft sé auðlind í eigu þjóðarinnar. Ekki sé hægt að afhenda það einkaaðilum frekar en loftið sem við öndum að okkur. Ég skal alveg fallast á að orkan sem í vatninu felst er það fer um landið sé eign landeiganda, enda er það, held ég, almennt viðurkennt af öllum. En ekki vatnið sjálft. Bláa gullið er eign þjóðarinnar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Halldór Pétursson lætur móðann mása...
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.