Hver á eiginlega SPRON ?

Ég varð sár er  ég sá fréttina í sjónvarpinu í gær um hlutafélagavæðingu SPRON. Ég sem gamall verkfræðingur og þokkalega töluglöggur að margra áliti, var ekki lengi að sjá að hér er verið að taka tugi milljarða af virði SPRON og færa í vasa stofnfjáreigenda. Samkvæmt fréttinni er SPRON metið á 59 milljarða og þar af  á stofnsjóðurinn ekki nema 9 milljarða. Restin, 50 milljarðar, á að koma í hlut stofnfjáreigenda ef ég skil þetta rétt. Ekki nema von að þeir hafi fjölmennt í Borgarleikhúsið og samþykkt þetta með lófataki! Í fréttinni sagði líka að stofnfjáreigendur væru 1700. 50 milljarðar deilt á 1700 stofnfjáreigendur gera um 30 milljónir á mann. Ekki slæmt það ! Hvað borguðu menn fyrir hlutinn ? Eða borguðu þeir eitthvað ? Fréttamenn afgreiddu þessa frétt athugasemdalaust og voru greinilega ekkert að átta sig á hvað í raun er hér að gerast. Eignum sjóðsins er verið að skipta á milli stofnfjáreigenda. Af hverju ekki allra viðskiptamanna ? Það að gerast stofnfjáreigandi í sparisjóði var og er ekkert sem Jón Jónsson viðskiptavinur fær  að gerast þó hann óski  þess. Nei, að eignast stofnfé var bara fyrir útvalda sem boðið var aðild af stjórnendum sjóðsins. Og þeir fá núna að eiga sparisjóðinn. Ekki nema von að alls staðar sé verið að slást um að gerast stofnfjáreigandi í sparisjóðum um allt land. Þetta er næsta bylgja í einkavinavæðingunni og hún er búin að vera lengi í undirbúningi. Þarna er nefnilega eigendalaust fé sem má leggja undir sig. Við megum eiga von á að aðrir sjóðir fylgi á eftir SPRON, hlutafélagavæðist og gefi eignir sparisjóðanna til stofnfjáreigenda.

 Er ég bjó í Svíþjóð á síðustu öld varð ég vitni að einkavæðingu tryggingafélagsins TryggHansa. Þetta var félag í ekki ósvipaðri eignaraðild og Sparisjóðirnir held ég. Er félagið var hlutafélagavætt var ákveðið að allir viðskiptamenn félagsins fengju hlut eftir veltu. Þar með fengu allir viðskiptamenn félagsins að njóta þess arðs sem þeir höfðu skapað, ekki bara fáir útvaldir eins og í tilfelli SPRON. Af hverju fer SPRON ekki þessa leið ? 

Ég vona innilega að Fjármálaeftirlitið stöðvi þetta rán stofnfjáreigenda á SPRON. Annars sting ég upp á því við viðskiptamenn SPRON að þeir loki reikningum sínum hjá SPRON og leiti annað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Eg er svo innilega sammála þessari spurningu þinni/hverá Spron????Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 22.8.2007 kl. 16:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Halldór Pétursson lætur móðann mása...

Nánari fróðleikur...

Halldór Pétursson
Höfundur er ríkjandi heimsmeistari í Hornafjarðarmanna.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband