Um framtíðarsýn í íslenskri pólitík

Sælir netverjar.
Í síðustu kosningabaráttu var eftirtektarvert hvað lítið er fjallað um framtíðarsýn hjá stjórnmálaflokkunum. Enginn virðist tilbúinn að segja hvernig íslenskt þjóðfélag á að líta út árið 2020 til dæmis né hvernig þeir sjái heiminn hugsanlega verða. Ef engin er framtíðarsýnin er heldur ekki hægt að setja fram neina stefnu af viti því ekki vita menn hvert þeir ætla að fara. Þess vegna einkennist kosningabarátta af vandamálum líðandi stundar og loforðum tengdum þeim.

Á ráðstefnum sem ég hef sótt erlendis hef ég stundum verið þeirra gæfu aðnjótandi að hlusta á framtíðarfræðinga (e. futurist) stórfyrirtækja sem hafa í fyrirlestrum útlistað hvernig unnið er að framtíðarsýn fyrirtækjanna um það hvernig heimurinn muni þróast og hvernig það tengist stefnumótunarvinnu þeirra. Þetta hefur stundum verið kynnt sem framtíðarsögur á íslensku. Þetta hef ég séð hjá bæði Microsoft og Shell. Þessi aðferðafræði myndi að mínu viti henta íslenskum stjórnmálaflokkum vel og geta verið vítamínsprauta í málefnavinnu þeirra. Stefnur yrðu skýrari og unnt yrði að keyra kosningabaráttur á mun áhrifameiri hátt.

Einnig hjálpar svona vinna við að taka á vandamálum dagsins í dag. Sem dæmi vil ég nefna rafmagnsbíla. Áberandi er hve vandræðaleg meðhöndlun stjórnvalda er á á kröfum um að setja rafmagnsbílavæðingu í forgang. Vandamálið virðist mér fyrst og fremst vera skattalegs eðlis, enda bíla- og bensínskattar með stærri tekjupóstum ríkisins. Skýr framtíðarsýn um rafmagnsbílavæðingu þjóðarinnar myndi skila sér í markmiðasetningu og skilgreiningum á því hvað þurfi til til að markmiðin náist. Vinnuhópar sem t.d. fjölluðu um hvernig skatttekjum þjóðarinnar yrði aflað í framtíðinni yrðu settir af stað til að leysa skattamálið.  Umræðan færi þannig á málefnalegt plan sem yrði grunnur á sátt um hvernig að þessu skuli staðið, í stað þeirrar vandræðalegu þagnar sem nú ríkir. 

Þjóðin þarf á meiri langtímahugsun að halda. Til eru aðferðir um hvernig þetta er gert sem eru mikið notaðar af stórfyrirtækjum erlendis og örugglega stjórnvöldum líka.  Ég hvet flokkana til að taka upp svona vinnu. Stjórnmálaumræðan yrði miklu mun skemmtilegri ef hún fjallaði um svona mál en ekki einungis vandamál dagsins í dag. Mér finnst einnig athugunarvert hvort Alþingi sjálft ætti ekki að skoða framtíðina með svona fræðum sem grunn að sínum lagasetningum.  

Framtíðarfræði er vannýtt auðlind í íslenskri þjóðfélagsumræðu. Ég hvet stjórnmálaflokkana, sérstaklega minn flokk Sjálfstæðisflokkinn, til að nýta sér þessi fræði til hagsbóta fyrir þjóðina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Halldór Pétursson lætur móðann mása...

Nánari fróðleikur...

Halldór Pétursson
Höfundur er ríkjandi heimsmeistari í Hornafjarðarmanna.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband