Blessuð umferðin í henni Reykjavík

Sælir netverjar.

Líklega er lífi ykkar margra stjórnað af umferðinni á höfuðborgarsvæðinu líkt og mínu. Öll reynum við að sæta lagi til að forðast verstu biðraðirnar á götum borgarinnar. Það er hins vegar að bera í bakkafullan lækinn með að skammast út í samgöngukerfi borgarinnar, þið eru flest búinn að fá nóg af slíkum pistlum. 

Nú ætla ég að prófa nýja aðferð til að ýta við yfirvöldum að taka á málinu í stað þess að tala bara um það. Hér kemur hún:

Flestir stjórnmálamenn vilja láta minnast sín fyrir einhverja góða hluti sem þeir hafa gert. Ekki fyrir slæma atburði. Það lítur ekki vel út í sögubókunum. Nú er það svo að góðar líkur eru á því að í vetur myndist verulega slæmir umferðahnútar. Við það komast sjúkra- og slökkvibílar ekki leiðar sinnar svo líklega munu verða skaðar á fólki og mannvirkjum vegna þessara umferðarhnúta. Þá verða þeir stjórnmálamenn sem við völd eru, teknir á beinið. Svo Vilhjálmur borgarstjóri, ráðherrar og jafnvel aðrir bæjarstjórar á höfuðborgarsvæðinu, ykkar orðspor er hér í hættu. Viljið þið láta minnast ykkar sem mennirnir sem báru ábyrgð á "umferðaröngþveitinu fræga 2007" eða fyrir að vera stjórnmálamennirnir sem þorðuð að taka á umferðarmálum borgarinnar? Ykkar er valið og ég vona að þið veljið rétt.

Og hugsið nú af víðsýni um mögulegar lausnir. Vegur yfir Skerjafjörð er ípæliverður. Kaupið upp húsalengjur ef þarf til að breikka götur. Gangnagerð eru boðlegar lausnir. Sérakreinar fyrir strætó eru góðar hugmyndir. Frítt í strætó fyrir opinbera starfsmenn mætti skoða. Verið frumlegir í hugsun og framkvæmið!

 Þá er maður búinn að létta á sér með þetta skyldubloggmálefni og helsta umræðuefni þjóðarinnar yfir kaffibolla er hausta tekur.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Halldór Pétursson lætur móðann mása...

Nánari fróðleikur...

Halldór Pétursson
Höfundur er ríkjandi heimsmeistari í Hornafjarðarmanna.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband