Enn um vatnalögin

Sælir netverjar.

Ekki gladdist ég yfir sjónvarpsfréttunum í gær er Sigurður Kári Kristjánsson þingmaður og flokksfélagi minn lýsti andstöðu við endurskoðun vatnalaga. Sagði hana myndu kosta ríkið milljarða í skaðabætur.

Ég er ekki einu sinni viss um að það sé rétt hjá Sigurði. Og þó svo sé, eru hagsmunir almennings til lengri tíma miklu hærri upphæð en nokkrir milljarðar. Þetta veistu Sigurður.  Þú ert kosinn á þing til að gæta hagsmuna almennings. Þú ert ekki að gera það með þessum orðum.

 Ég er sannfærður um að þorri Sjálfstæðismanna sé sammála Össuri um að vatnalögin séu meingölluð og að vatnið sé þjóðareign. Látið í ykkur heyra og ýtið við forustu flokksins ! Vatnið, bláa gullið,  er eign þjóðarinnar og á að vera það áfram. Bloggið ! Skrifið tölvupósta! Þetta tekur ykkur bara fáeinar mínútur.

Það er á okkar ábyrgð, flokksmannanna, að beina Sjálfstæðisskútunni í rétta átt.

Þið hin megið hjálpa til líka.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Halldór Pétursson lætur móðann mása...

Nánari fróðleikur...

Halldór Pétursson
Höfundur er ríkjandi heimsmeistari í Hornafjarðarmanna.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband